Þið eruð velkomin á Dag verkfræðinnar á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13 - 17.

Hægt verður að fylgjast með streymi úr öllum sölum.

Dagur verkfræðinnar 2024

Dagur verkfræðinnar verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 19. apríl 2024. 

Sem fyrr er stefnt að fjölbreyttri og spennandi dagskrá og verða fyrirlestrar og kynningar í þremur opnum fundasölum. Teningurinn, viðurkenning Verkfræðingafélags Íslands fyrir árið 2023 verður afhentur. Frestur til að skila tilnefningum hefur verið framlengdur til 27. mars 2024. Upplýsingar um Teninginn. 

Markmiðið með Degi verkfræðinnar er að kynna verkfræðina, spennandi verkefni og störf á því sviði og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga og tæknifræðinga.

DAGSKRÁIN Á DEGI VERKFRÆÐINNAR

SKRÁNING Á DAG VERKFRÆÐINNAR

Það er einfalt að senda inn tilnefningu vegna Teningsins

Ferli vegna tilnefninga er í tveimur þrepum. Í upphafi er nægilegt að senda inn ábendingu um verkefni sem er talið koma til greina. Þar þarf að koma fram stutt lýsing á verkefninu og upplýsingar um tengilið sem má hafa samband við, netfang hans og símanúmer.
Dómnefnd fer yfir innsendar ábendingar og óskar eftir ítarlegri upplýsingum um verkefni sem hún telur að komi til greina. 

Senda inn tilnefningu.

Tengiliður við dómnefnd er Sigrún S. Hafstein sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. Netfang: sigrun@verktaekni.is

  

IMaR 2024

IMaR_logoInnovation, Megaprojects and Risk (IMaR) er alþjóðleg ráðstefna á vegum Verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík og Verkfræðingafélags Íslands. IMaR er nú haldin í annað sinn og eins og áður í tengslum við Dag verkfræðinnar.

Viðfangsefni ráðstefnunnar er sjálfbærni í áhættusömum heimi. 

Aðalfyrirlesari á IMaR 2024 og Degi verkfræðinnar er Dan Gardner margverðlaunaður blaðamaður og höfundur metsölubóka um áskoranir sem varða alla þá sem láta sig þróun heimsins skipta. Nýjasta bók Dan Gardner heitir HOW BIG THINGS GET DONE og hefur slegið rækilega í gegn um allan heim sem leiðsagnarrit um hvernig ber að standa að stórum verkefnum í óvissum heimi.

Mikill fengur er að komu Dan Gardner og má finna upplýsingar t.d. hér https://www.dangardner.ca/about

Á IMaR flytja erindi leiðandi fræðimenn á sviði verkfræði, nýsköpunar, fjármála, risaverkefna, áhættu o.fl. Viðfangsefnin varða margt af því mikilvægasta sem samfélagið okkar glímir við. Frábærir fyrirlesarar hafa þegar staðfest komu sína og er um að gera að skrá þátttöku sem fyrst.

Dagskrá IMaR 2024

Upplýsingar eru á vef IMaR. 

Ráðstefnan fer fram á ensku. 

Submission guidelines:
Abstract Deadline: 01.02.24
Paper Submission Deadline: 01.03.24
Notification of Acceptance: 20.03.24
Conference Dates: 18.04-19.04.24

Submission Portal via EasyChair

Allar upplýsingar og skráning á vef ráðstefnunnar: https://www.imar.is/